- Advertisement -

Svandís virðir Alþingi ekki svars

„Þann 27. janúar síðastliðinn óskaði nefndarfólk í háttvirtri velferðarnefnd eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti vegna þeirrar ákvörðunar heilbrigðisráðherra að færa rannsóknir á leghálssýnum til danskrar rannsóknarstofu í stað þess að nýta mannauð og tæki sem hér á landi eru. Var jafnframt óskað upplýsinga um innihald samninga við hina dönsku aðila. Nú, sjö vikum seinna, hefur ráðuneytið enn ekki svarað nefndinni þrátt fyrir margar ítrekanir og óska ég eftir því að hæstvirtur forseti þingsins aðstoði fastanefnd Alþingis í þessum raunum,“ sagði Helga Vala Helgadóttir á Alþingi fyrir nokkrum augnablikum.

„Í hádeginu í dag birtist í Vísi sú frétt að Landspítalinn hafi verið búinn að gefa heilbrigðisráðuneytinu jákvætt svar við því að taka við þessum leghálssýnarannsóknum. Nú man ég ekki betur en það hafi komið fram að spítalinn hafi ekki verið spurður né kallað eftir frekari verkefnum þegar þeim var falið án spurninga að annast brjóstaskimanir. En af þeim fjölmörgu sérfræðingum sem hafa tjáð sig um málið hafa aðeins tveir mælt með því að þessar rannsóknir séu fluttar úr landi, þar af annar sem leiðir þetta starf fyrir heilbrigðisráðuneytið. Allir aðrir, þeirra á meðal nokkur fagfélög, vilja að rannsóknirnar séu gerðar á Landspítalanum. Ákvörðun um að leita til hina dönsku rannsóknarstofu til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekin fyrr en eftir miðjan nóvember en þá þegar lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við þessum rannsóknum. Þetta og fleira kemur fram í glænýrri frétt Vísis um þetta mál,“ sagði Helga Vala.

„Herra forseti. Hvers vegna íslensk stjórnvöld ákváðu að sniðganga íslenskt rannsóknarfólk og þann tækjakost sem við höfum yfir að ráða og færa þessi verkefni út fyrir landsteinana er með öllu óskiljanlegt. Ítreka ég beiðni mína til hæstvirtan forseta að liðsinna okkur í háttvirtri velferðarnefnd til að reyna að kreista svör úr heilbrigðisráðuneytinu eftir sjö vikna bið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: