Fréttir

Svandís vill þiggja framlag Kára

By Ritstjórn

March 08, 2020

Svandís Svavarsdóttir:

„Við landlæknir og sóttvarnarlæknir erum sammála um að tilboð Íslenskrar erfðagreiningar við þessar fordæmalausu aðstæður sé mikilvægt framlag til lýðheilsu og sóttvarna. Við viljum leggja okkar af mörkum til að af framlagi ÍE geti orðið og trúum því að það geti gerst hratt.“

Í gær skrifaði Kári:

Það er illvígur veirufaraldur að ganga yfir landið. Það var okkar mat og annarra að það væri mikilvægt að geta fylgst með úbreiðslu veirunnar og því hvernig hún stökkbreytist þegar hún ferðast milli fólks. Við buðumst til þess að hlaupa undir bagga með heilbrigiskerfinu og skima fyrir veirunni og raðgreina hana þar sem hún finnst þannig að það væri vitað hvar hún er og í hvaða formi. Það leit út fyrir að boð okkar væri þegið. Nú kemur í ljós að Vísindasiðanefnd/Persónuvernd líta svo á að þessi tilraun okkar til þess að taka þátt í aðgerðum heilbrigðiskerfisins beri að líta á sem vísindarannsókn og við yrðum að sækja um leyfi til þeirra. Það munum við ekki gera vegna þess að af okkar hálfu átti þetta átti að vera þáttaka í klíniskri vinnu en ekki vísindarannsókn. Þess vegna verður ekkert af okkar framlagi að þessu sinni. Þetta er endanleg ákvörðun.