Fréttir

Svandís svarar engu – óvissan eykst

By Miðjan

December 20, 2018

„Menn eru bara leiðir yfir því að það skuli ekki nást sam­an og finnst það ekki gott sjúk­ling­ana vegna. Það eru nokkr­ir dag­ar eft­ir fram að ára­mót­um en við fáum ekki frek­ari svör frá viðsemj­end­um okk­ar um hvað tek­ur við.“

Þetta og meira segir Þór­ar­inn Guðna­son, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, í viðtali við Moggann. Víst er að óvissan er mikil.

Með öllu er óljóst hvert starf sérfræðilækna leiðir frá áramótum. Ekki er vitað hver aðkoma Sjúkratrygginga verður frá áramótum. Þórarinn reiknar með að læknar verði á stofum sínum. Engin svör fást um hvort sjúklingar verði þá að greiða fullt verð eða hvort Sjúkratryggingar komi til móts við sjúklinganna.

Ekki er annað að sjá en langt sé í að samningar takist. „Þær til­lög­ur sem liggja fyr­ir eru bara þess eðlis að við get­um ekki rekið fyr­ir­tæk­in okk­ar við þær aðstæður sem verið er að leggja til. Við vit­um í raun­inni ekk­ert meira.“