Svandís stofnar starfshópa en semur ekki við hjúkrunarfræðinga
„Heilbrigðisráðherra hefur auk þess sent bréf til stofnana þar sem óskað var eftir tillögum um hvernig bregðast mætti við skorti á hjúkrunarfræðingum og stofnað tvo starfshópa vegna vandans,“ segir í nokkuð merkilegri gein í Mogganum í dag. Höfundar eru tveir, Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Gunnar Gunnarsson sem er sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs félagsins.
Ekki er hægt að skilja höfunda á annan veg en að ráðherrann, Svandís Svavarsdóttir, leiti allra leiða til að reka heilbrigðisþjónustu með sífellt færri og færri hjúkrunarfræðingum.
Tilefni greinarinnar er ekki endilega launalækkunin frá því gær. Frekar vegna þess að nú eru rétt ár frá því kjarasamningarnir voru lausir. Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa og mun vanta. Það er þrengt að heilbrigðisstofnunum. Í greinin kemur fram að farið á bak við fjárveitingavaldið.
„Heilbrigðisstofnanir hafa sömuleiðis gripið til ýmissa ráða undanfarin ár til að bregðast við vandanum með því að greiða hjúkrunarfræðingum viðbótarlaun, bæði til þess að fá hjúkrunarfræðinga til starfa en eins til þess að halda þeim í starfi. Dæmi um stofnanir sem gert hafa þetta eru Landspítali og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Boðað hefur verið að þessar greiðslur falli niður við gildistöku nýs kjarasamnings þar sem þær eru óbættar til stofnana á fjárlögum. Óbreytt samningstilboð til hjúkrunarfræðinga mun því leiða til launalækkunar fyrir hóp þeirra vegna þessa og áfram verður töluverður launamunur hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ólíkum stofnunum hjá ríkinu,“ segja þau Guðbjörg og Gunnar.
Og til upprifjunar: „Hinn 31. mars 2020 var heilt ár síðan kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármálaráðherra rann út. Sá samningur var gerðardómur sem úrskurðað var um árið 2015 eftir um tíu daga verkfall hjúkrunarfræðinga. Á þessu ári sem liðið er hefur félagið átt hátt í 30 fundi með samninganefnd ríkisins, þar af fimm undir stjórn ríkissáttasemjara.“