- Advertisement -

Svandís stofnar starfshópa en semur ekki við hjúkrunarfræðinga

Samningar hjúkrunarfræðingar og ríkisins hafa verið lausir í heilt ár.

„Heil­brigðisráðherra hef­ur auk þess sent bréf til stofn­ana þar sem óskað var eft­ir til­lög­um um hvernig bregðast mætti við skorti á hjúkr­un­ar­fræðing­um og stofnað tvo starfs­hópa vegna vand­ans,“ segir í nokkuð merkilegri gein í Mogganum í dag. Höfundar eru tveir, Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Gunnar Gunnarsson sem er sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs félagsins.

Ekki er hægt að skilja höfunda á annan veg en að ráðherrann, Svandís Svavarsdóttir, leiti allra leiða til að reka heilbrigðisþjónustu með sífellt færri og færri hjúkrunarfræðingum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Óbreytt samn­ingstil­boð til hjúkr­un­ar­fræðinga mun því leiða til launa­lækk­un­ar…

Tilefni greinarinnar er ekki endilega launalækkunin frá því gær. Frekar vegna þess að nú eru rétt ár frá því kjarasamningarnir voru lausir. Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa og mun vanta. Það er þrengt að heilbrigðisstofnunum. Í greinin kemur fram að farið á bak við fjárveitingavaldið.

„Heil­brigðis­stofn­an­ir hafa sömu­leiðis gripið til ým­issa ráða und­an­far­in ár til að bregðast við vand­an­um með því að greiða hjúkr­un­ar­fræðing­um viðbót­ar­laun, bæði til þess að fá hjúkr­un­ar­fræðinga til starfa en eins til þess að halda þeim í starfi. Dæmi um stofn­an­ir sem gert hafa þetta eru Land­spít­ali og Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja. Boðað hef­ur verið að þess­ar greiðslur falli niður við gildis­töku nýs kjara­samn­ings þar sem þær eru óbætt­ar til stofn­ana á fjár­lög­um. Óbreytt samn­ingstil­boð til hjúkr­un­ar­fræðinga mun því leiða til launa­lækk­un­ar fyr­ir hóp þeirra vegna þessa og áfram verður tölu­verður launamun­ur hjá hjúkr­un­ar­fræðing­um sem starfa hjá ólík­um stofn­un­um hjá rík­inu,“ segja þau Guðbjörg og Gunnar.

Og til upprifjunar: „Hinn 31. mars 2020 var heilt ár síðan kjara­samn­ing­ur Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga við fjár­málaráðherra rann út. Sá samn­ing­ur var gerðardóm­ur sem úr­sk­urðað var um árið 2015 eft­ir um tíu daga verk­fall hjúkr­un­ar­fræðinga. Á þessu ári sem liðið er hef­ur fé­lagið átt hátt í 30 fundi með samn­inga­nefnd rík­is­ins, þar af fimm und­ir stjórn rík­is­sátta­semj­ara.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: