„Ég horfði á Svandísi svara fyrir þetta á Alþingi og orð hennar gat ég ekki betur skilið en svo að hún myndi taka málið upp og leysa það með þeim hætti í sínu ráðuneyti að þessi börn sem um ræðir fengju þessi réttindi til kostnaðarþátttöku sjúkratrygginga, en ég tel að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ekki staðið við þau orð. Hún hefur ekki klárað málið þannig að þessi börn njóti þessara sjálfsögðu réttinda, án sífelldrar og erfiðrar baráttu við kerfið.“
Þetta er bein tilvitnun í frétt í Mogganum í morgun. Þar er talað við Gísla Vilhjálmsson, tannlækni og sérfræðing í tannréttingum, um afleidda stöðu barna með skarð í góm.
„Börnin læknast ekki fullkomlega af foraðgerðunum, en aðgerðirnar auka í flestum tilfellum lífsgæði þeirra töluvert og ég tel að ekki eigi að gera lítið úr slíkum ávinningi. Ég hef gert fagnefnd SÍ skilmerkilega grein fyrir því, en fagnefndin vill ekki taka undir það sjónarmið mitt. Fagnefnd Sjúkratrygginga hundsar þannig vilja ráðherra, og fer ekki heldur að tilmælum fagaðila um það hvað gera skuli fyrir þessi börn,“ segir Gísli í Moggafréttinni.