- Advertisement -

Svandís steinsofandi í ráðherrastól

 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var vakin með látum þegar ljósmæður, sem sinna þjónustu í heimahúsum sögðu margar hverjar upp og bentu á ráðherrann. Sögðu Svandísi hafa legið á hugsanlegri lausn  deilu þeirra og ríkisins og hafa gert frá því um páska.

„Því er rangt að segja að samningur hafi legið á mínu borði og beðið staðfestingar eins og staðhæft hefur verið í fjölmiðlum,“ sagði Svandís á Alþingi í dag. Ljóst er að Svandís er komin á fætur og virðist ætla að láta hendur loks standa fram úr ermum.

„Í dag hefur gefist ráðrúm til að funda með Sjúkratryggingum Íslands.“ Og …“sá fundur gekk vel og er áformað að ráðuneytið og Sjúkratryggingar hittist aftur á morgun kl. 14,“ sagði Svandís einnig.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þetta hef­ur legið inni á borði hjá henni síðan fyr­ir páska og ekk­ert hef­ur heyrst. Við send­um henni marg­ar skila­boð í gær um að við ætluðum í þess­ar aðgerðir. Það er ekki rétt sem hún seg­ir að þetta komi á óvart því hún hafi ekki heyrt neitt fyrr en í fjöl­miðlum.“ Þetta sagði Ell­en Bára Val­gerðardótt­ir, ljós­móðir á Land­spít­ala og sjálf­stætt starf­andi ljós­móðir í heimaþjón­ustu, á mbl.is. Þar segir og að í gær var greint frá því að 60 ljós­mæður sem sinna heimaþjón­ustu myndu leggja niður störf í dag en nú er ljóst að all­ar 95 sem skráðar eru í kerfi heima­ljós­mæðra leggja niður störf.

Svandís sagði einnig að í ljósi stöðunnar hafi hún nú þegar skrifað bréf til allra heilbrigðisstofnana landsins með tilmælum um að þær annist umrædda þjónustu þar til lausn hefur fundist á stöðunni. „Það er á ábyrgð heilbrigðisstofnana að tryggja öryggi mæðra og barna og að nýburar og sængurkonur líði ekki fyrir þá stöðu sem upp er komin.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: