- Advertisement -

Svandís sniðgekk hjúkrunarheimilin

„Til að toppa fram­komu heil­brigðisráðherra gagn­vart hjúkr­un­ar­heim­il­un­um ákvað ráðherra einnig að greiða millj­arð til handa starfs­fólki heil­brigðisþjón­ustu rík­is­ins vegna Covid-19. Annað heil­brigðis­starfs­fólk í vel­ferðarþjón­ust­unni virðist ekki eiga slíka umb­un skilda þrátt fyr­ir að hafa staðið sig framúrsk­ar­andi vel við að vernda viðkvæm­an hóp íbúa fyr­ir veirunni, ekki bara á ís­lensk­an mæli­kv­arða held­ur einnig á heims­mæli­kv­arða,“ skrifa Hálfdan Henrysson og María Fjóla Harðardóttir stjórnarformaður og forstjóri Hrafnistu, í Moggann í dag.

„Í þessu sam­hengi er líka áhuga­vert að velta því fyr­ir sér hvers vegna Víf­ilsstaðir, sem Land­spít­al­inn rek­ur sem biðdeild eft­ir var­an­legu hjúkr­un­ar­rými, fá nærri 40% hærri dag­gjöld á sól­ar­hring en önn­ur hjúkr­un­ar­heim­ili sem veita þó mun meiri og betri þjón­ustu en unnt er að veita á Víf­ils­stöðum,“ skrifa þau meðal annars í greininni.

„Við sem störf­um að öldrun­ar­mál­um, sem eru órjúf­an­leg­ur og mik­il­væg­ur þátt­ur heil­brigðisþjón­ust­unn­ar í land­inu, erum að von­um döp­ur yfir þeirri sniðgöngu sem heil­brigðis­yf­ir­völd sýna hjúkr­un­ar­heim­il­un­um, íbú­um þeirra og starfs­fólki. Hvaða skila­boð eru stjórn­völd að senda? Ef það er vilji stjórn­valda að sjálf­stætt starf­andi hjúkr­un­ar­heim­ili hætti starf­semi og ríkið taki yfir rekst­ur­inn væri heiðarleg­ast að segja það beint út og skil­merki­lega í stað þess að svelta þau til upp­gjaf­ar með sí­felld­um skerðing­um. Við skor­um því á stjórn­mála­flokk­ana að efna fög­ur fyr­ir­heit á sviði öldrun­ar­mála. Við vilj­um vera bjart­sýn og trúa á heiðarleika stjórn­mála­manna í þeirri von að stjórn­völd efni þau fyr­ir­heit sem gef­in voru í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur um að hugað yrði að því að styrkja rekstr­ar­grund­völl hjúkr­un­ar­heim­il­anna. Raun­in er að þver­öfugt hef­ur verið farið að í þeim efn­um,“ segja þau í greininni, sem er lengri.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: