Við lestur greinar Hönnu Katrínar Friðriksson í Fréttablaðinu er ekki annað hægt en að undrast stefnubreytingar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Hanna Katrín skrifar meðal annars:
„Þegar samráðsnefndin var kynnt sagði ráðherra að grundvöllur vinnunnar væri að hámarka möguleika Íslendinga til frekari árangurs og samfélagslegrar sáttar um umgjörð greinarinnar. Djúpstæð tilfinning væri meðal þjóðarinnar um að það væri rangt gefið varðandi skiptingu arðsemi af þjóðarauðlindinni. Nú þegar bráðabirgðatillögur liggja fyrir segir ráðherra hæst bera áherslu á umhverfismál. Það er kannski óþarfi að lesa of mikið í þennan mun, en sporin hræða.“
Kemur ekki á óvart.