- Advertisement -

Svandís: Komum á bráðadeild hefur fækkað um tíu prósent

Bjarni: Hins vegar höfum við verið á undanförnum árum að stórauka framlög til Landspítalans.


„Við erum að fjölga hjúkrunarrýmum í stórkostlega mikilvægri uppbyggingu sem stendur hér yfir og samstarf milli heilsugæslunnar og bráðamóttökunnar hefur leitt það af sér að komum á bráðamóttökuna hefur fækkað um 10% og það fólk fer núna til heilsugæslunnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í seint í október í haust sem leið.

Þá var verið að leita leiða til að skera niður í rekstri sjúkrahússins:

„Það er alltaf þannig að þegar það er verið að skera niður þá er eitthvað sem lætur undan. Á einhvern hátt bitnar þetta á sjúklingunum. Það er bara verið að reyna að stýra því í hversu miklum mæli það er,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í samtali við RÚV, þann sama dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bjarni Benediktsson í október 2019:
…þannig það er enginn niðurskurður sem hefur verið í gangi þar.

Það eru 40 legurými lokuð vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Og núna bíða 30 sjúklingar á bráðamóttökunni vegna skorts á legurýmum. Fólk er að vinna mjög mikið, sinna miklu fleiri sjúklingum en það myndi vilja gera, undir ofsalega miklu álagi og með allt of lág laun. Það er held ég mjög stór hluti starfsfólksins alveg að fá nóg og það verður að gera eitthvað til þess að við getum búið á þessari eyju,“ sagði Marta Jónsdóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalann þennan sama dag.

Það er ljóst að ekkert hefur breyst, ekki til batnaðar hið minnsta.

„Hins vegar höfum við verið á undanförnum árum að stórauka framlög til Landspítalans eins og annars staðar í heilbrigðiskerfinu, við höfum á sama tíma verið með ábendingar um að við gætum mögulega nýtt fjármuni betur í heilbrigðiskerfinu og þetta eru greinilega atriði sem við þurfum að fara ofan í saumana á. Það er eitthvað að í kerfi sem tekur sífellt við stórauknum fjármunum en lendir viðstöðulaust í rekstrarvanda. Það eru örfá ár síðan við skárum af margra milljarða uppsafnaðan rekstrarvanda á Landspítalanum og við höfum stóraukið framlögin til spítalans þannig það er enginn niðurskurður sem hefur verið í gangi þar,“ sagði Bjarni Benediktsson þennan sama haustdag í október 2019.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: