Fréttir

Svandís komin í feluleik

By Miðjan

April 08, 2021

„Heilbrigðisráðherra hefur ekki orðið við óskum Morgunblaðsins um að fá öll gögn heilbrigðisráðuneytisins – greinargerðir, lögfræðiálit og minnisblöð – sem lágu til grundvallar ákvörðun ráðherra um reglugerðina um skylduvist í sóttkvíarhóteli,“ segir í nýrri Moggafrétt.

„Ráðherra ber fyrir sig undanþágu í upplýsingalögum um að gögn, sem tekin hafa verið saman fyrir ríkisstjórnarfundi, þurfi ekki að birta. Morgunblaðið hefur andæft því, þar sem hér ræði um gögn sem unnin voru áður og í öðrum tilgangi, þó svo vera kunni að þau hafi síðar verið lögð fyrir ríkisstjórnarfund. Blaðið hyggst leita réttar síns hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, verði heilbrigðisráðherra ekki við óskum þess um hvernig hann sinnti rannsóknarskyldu sinni og komst að ákvörðun um reglugerðina, sem dómstólar hafa hafnað.“

Vandi Svandísar eykst. Hvað er hún að fela? Spennandi.