- Advertisement -

Svandís kærði Bjarna

Stjórnmál Ekki er að sjá að umboðsmaður Alþingis hafi lokið vinnu vegna kæru Svandísar Svavarsdóttur gegn Bjarna Benediktssyni. Kæra var lögð fram í byrjun þessa árs. Tilefni var feluleikur Bjarna með skýrslu um skattaundanskot fyrir þarsíðustu kosningar.

Hvort samstarf þeirra í núverandi ríkisstjórn komi til með að breyta nokkru er ekki vitað.

Kæra Svandísar er svo hljóðandi:

Í inngangi að gildandi siðareglum ráðherra kemur fram að ábendingum megi koma á framfæri við umboðsmann Alþingis kunni að vakna spurningar um hvort um brot á siðareglum hafi verið að ræða. Með erindi þessu er þess óskað að umboðsmaður Alþingis fjalli um hvort svo kunni að vera í því tilviki að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson ákveður að birta ekki skýrslu um aflandsfélög fyrr enn allnokkrum vikum eftir að hún lá fyrir. Þar með var skýrslunni haldið frá almenningssjónum í aðdraganda kosninga sem eins og kunnugt er snerust að verulegu leyti um skattamál og skattaundanskot. Spurningar hafa vaknað um að sú ákvörðun ráðherrans kunni að varða 6. grein c. umræddra siðareglna en þar segir: „Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Virðingarfyllst,

Svandís Svavarsdóttir
formaður þingflokks
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: