- Advertisement -

Svandís fullviss um tryggð ljósmæðra

Segir forstjóra Landspítalans hafa fullvissað sig um að ljósmæður, þrátt fyrir fjöldauppsagnir, sé ekki ástæða til að óttast.

„Ég hef verið fullvissuð um það af forstjóra Landspítalans að engu öryggi sé stefnt í uppnám á Landspítalanum enda umgangast ljósmæður vinnustað sinn af fullri ábyrgð. Þannig að það er engin ástæða til þess, hvorki hjá háttvirtum þingmanni né öðrum, að kynda undir ugg eða óöryggi hjá foreldrum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra rétt í þessu.

Svandís var að svara spurningum frá Guðjóni Brjánssyni, sem minnti á að margar ljósmæður hafi sagt upp störfum vegna ósættis með kaup og kjör. „Slíkt ástand veldur skiljanlega ugg og óöryggi meðal verðandi mæðra og fjölskyldna þeirra. Ekki er við því að búast að það viðmót sem ljósmæðrum er sýnt hvetji til nýliðunar,“ sagði hann.

„Ég hef beitt mér í þessu máli í gegnum forstjóra Landspítalans til að freista þess að gera það sem hægt er þar til þess að bæta starfsumhverfi og mögulega vaktaumhverfi þessarar mikilvægu stéttar. Það hefur verið gert og því hefur verið spilað inn í þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Ég vonast til þess að það verði til þess að hjálpa til við að leysa þessa viðkvæmu deilu. Eins og væntanlega landsmenn allir vonast ég til þess að fundurinn 16. apríl verði árangursríkur,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: