„Eftir annasamar vikur þá tók sýkla- og veirufræðideild Landspítala yfir alla þætti greiningarvinnu vegna skimunar á landamærum vegna COVID-19 farsóttarinnar nú síðasta sunnudag 19. júlí,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Það er ánægjulegt frá því að segja að greiningarvinnan hefur gengið eins og í sögu og eiga allir þeir mikið hrós skilið sem að komu og sérstaklega starfsfólk sýkla- og veirufræðideildar. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kom ásamt Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra og Elsu B. Friðfinnsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu, í heimsókn á veirurannsóknarstofuna í Ármúla 1a í gær. Það var frábært að geta sýnt ráðherra það framúrskarandi starf sem þarna er unnið alla daga.“