- Advertisement -

Svandís fagnar nauðarsamningum

„Hvað varðar samningana þá hafa nú tekist samningar milli Sjúkratrygginga og rekstraraðila hjúkrunarheimila. Það var samið við hvern og einn aðila en samningarnir eru samhljóða og taka til 2.468 rýma og nema um 32,5 milljörðum kr. á verðlagi þessa árs.“

Það var Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi. Samningunum er ekki fagnað. Í Mogganum í dag má lesa eftirfarandi:

„Það var ekk­ert annað í boði að hálfu rík­is­ins. Sjúkra­trygg­ing­ar sögðu strax í upp­hafi viðræðna að þeim væri af­markaður þröng­ur rammi í fjár­lög­um og fyr­ir lægi að það yrði niður­skurður á þessu ári sem semja yrði um,“ seg­ir Ey­björg Hauks­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyrirtækja í vel­ferðarþjón­ustu (SFV), um nýja þjón­ustu­samn­inga við hjúkr­un­ar­heim­il­in sem gengið var frá í lok síðasta árs.“

Eybjörg segir einnig í Mogganum:

Nýjar fréttir daglega
miðjan.is

„Í yf­ir­lýs­ingu frá samn­inga­nefnd SFV og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að þess­ir samn­ing­ar séu mik­il aft­ur­för frá fyrri ramma­samn­ingi sem gilti frá 2016 til 2018, en hjúkr­un­ar­heim­il­in hafi verið nauðbeygð til að skrifa und­ir þar sem ríkið hafi neytt afls­mun­ar. Í nýju samn­ing­un­um sé ekki gert ráð fyr­ir að bætt verði við fjár­mun­um til að mæta auk­inni þjón­ustuþörf þeirra ein­stak­linga sem muni þurfa að nýta sér þjón­ustu í hjúkr­un­ar- og dval­ar­rým­um á samn­ings­tím­an­um. Í því fel­ist að ef íbú­ar eins hjúkr­un­ar­heim­il­is þurfi aukna þjón­ustu vegna heilsu­fars­ástæðna, þá mun fjár­magn vegna þjón­ustu við íbú­ana ekki verða aukið í réttu hlut­falli við þörf­ina.“

Svandís sagði á Alþingi:

„Samhliða þessum samningum hafa samningsaðilar og Samband íslenskra sveitarfélaga gert með sér samstarfssamning um fagleg málefni. Í honum felst m.a. að á samningstímanum verða raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila greind í samvinnu aðila og þannig undirbúin endurskoðun á rekstrargrundvelli þeirra í samræmi við bæði stjórnarsáttmálann sem hv. þingmaður nefnir en ekki síður ítrekaðar ábendingar háttvirtrar fjárlaganefndar, a.m.k. meiri hluta nefndarinnar, en ég geri ráð fyrir að minni hluti nefndarinnar hafi haft sömu ábendingar. Sú vinna er auðvitað forsenda þess að hægt sé að styrkja rekstrargrundvöllinn og ég bind mjög miklar vonir við þessa samvinnu, að þá hafi báðir aðilar eða allir aðilar, ef svo má að orði komast, vilja til að skýra betur hver grundvöllurinn er í raun, þ.e. hvaða þjónustu verið er að veita og hver raunkostnaður hennar er.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: