- Advertisement -

Svandís er reið ljósmæðrum

„Við höfum lækkað okkar kröfur mjög mikið, alveg að sársaukamörkum. En við erum ennþá til viðræðna um ýmsar útfærslur.“

„Ja, hvað ætla ljósmæður að láta þetta ganga lengi? Hvað er ásættanlegt að láta þetta ganga lengi? Það er alveg augljóst að við erum á ystu nöf,‘‘ þannig svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þegar fréttastofa rúv spurði; „Hversu lengi ætlar ríkið að láta þetta ganga?

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir ljósmóðir var spurð: „Hversu lengi ætla ljósmæður að láta þetta ganga?“

„Við bíðum eftir að samninganefndin fá umboð og það sé vilji til að ganga til samninga. Maður er skíthræddur um að það sé verið þurrka út ljósmæðrastéttina,‘‘ svaraði hún.

Í Fréttablaðinu í dag segir: . „Staðan er grafalvarleg og verulegt umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru,“ segir ráðherrann. Svandís segist telja það ótímabært að ræða um lög á verkfallið eins og staðan er í dag. „Slík úrræði hafa ekki komið til tals,“ fullyrðir hún.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki er annað að sjá en Svandís hafi kosið að tala sama máli og Bjarni Benediktsson hefur gert.

„Við bíðum eftir að samninganefndin fá umboð og það sé vilji til að ganga til samninga. Maður er skíthræddur um að það sé verið þurrka út ljósmæðrastéttina,‘‘ sagði Katrín Sif í fréttum rúv í gær. Og hún sagði einnig: „Við höfum lækkað okkar kröfur mjög mikið, alveg að sársaukamörkum. En við erum ennþá til viðræðna um ýmsar útfærslur.“

Meðan staðan er einsog hún er er ekki von á miklu. Hættuástand hefur myndast og lausn er ekki í sjónmáli. Ljósmæður segjast hafa gert sitt til að leysa deiluna en þeim þykir sem ráðherrarnir hafi enn ekki falið samninganefnd ríkisins umboð til samninga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: