- Advertisement -

Svandís ber ábyrgð á ástandinu

Þór Saari skrifar:

„Ég vil harma það sem þarna gerðist og óháð því hver ástæðan var þá er þetta sorgleg frásögn og þessi kona sýnir mikinn kjark með því að koma með þá frásögn fram í fjölmiðla. En ég vil ekki tjá mig um málið að öðru leyti,“ segir Svandís.

Það er skammarlegt af Svandísi að koma svona fram. Hún ber ábyrgð á þessari stöðu sem ráðherra heilbrigðismála og þetta gerðist á hennar vakt. Það að það vanti fé í heilbrigðiskerfið er eingöngu vegna einkavæðingarblætis Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar sem hún styður. Fuss og svei. Þegar fólk deyr vegna þess að því er hent fárveiku út af sjúkrahúsi á ráðherra málaflokksins hiklaust að segja af sér og það á að fara fram lögreglurannsókn á málinu. Þetta er ekki flókið mál að laga og eingöngu, endurtek eingöngu, spurning um vilja ríkisstjórnarinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: