Stjórnmál

Svandís afþakkar ráðgjöf Sigurjóns

By Miðjan

April 18, 2023

Sigurjón Þórðarson og Svandís Svavarsdóttir skiptust á skotum á Alþingi í gær. Þau sáu strandveiðarnar ekki sömu augum.

„En hver eru verkin, herra forseti? Hvar eru verkin? Hún rak strandveiðiflotann í land 21. júlí í fyrra. Og hvar eru verkin nú? Hefur hún tryggt einhvern afla í strandveiðarnar, t.d. eitthvað af því sem átti að fara til byggðakvóta eða þess háttar? Nei, hún hefur ekki gert það. Það er verið að búa til hérna ákveðna kreppu,“ sagði Sigurjón Þórðarson Flokki fólksins á Alþingi í gær.

„Enginn sjávarútvegsráðherra hefur ráðstafað stærri hluta af leyfilegum heildarafla í þorski til strandveiða og sú sem hér stendur gerði á síðasta ári,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir.

Háttvirtum þingmanni gengur ágætlega að fullyrða hluti og staðhæfa hér úr ræðustól Alþingis en ég verð bara að hryggja hann með því að ég mun halda áfram að svara í samræmi við staðreyndir og hvort sem það gildir um strandveiðar eða aðra hluta kerfisins, mun fara að ráðgjöf Hafró en ekki ráðgjöf háttvirts þingmanns Sigurjóns Þórðarsonar.“