Svanasöngur Bjarna?
Senn kann að koma að því að Bjarni skili lyklunum. Lyklunum að Valhöll og ráðuneytinu. Syngi sinn svanasöng.
Kenningar eru uppi um að það sé Bjarna mikið mál að selja Íslandsbanka. Og þá auðvitað til fyrrverandi eigenda. Þegar það á að hafa gengið í gegn megi hann loks taka poka sinn og hætta í stjórnmálum. Fyrr ekki.
Þau sem standa að „pólitík“ Bjarna vilja eflaust endurheimta sinn gamla banka, Íslandsbanka. Bjarni fær ekki frelsi fyrr en hann hefur tryggt að svo verði. Allt þetta fólk, og Bjarni meðtalinn, hélt að Vinstri græn yrðu fyrirstaða. Svo varð ekki.
Eitt sinn sagði Steingrímur J.: „Hvernig eigum við svo að losa um eignarhluti t.d. í Íslandsbanka? Ég er hrifinn af þeirri leið sem Norðmenn fóru á sínum tíma þegar þeir sátu uppi með umtalsvert eignarhald í fjármálafyrirtækjum. Þeir lögðu áætlun til langs tíma og tröppuðu eignarhald ríkisins niður í rólegum skrefum.“
Engeyingar nenna þessu varla. Að eignast bankann „sinn“ í rólegum skrefum. Svo þegar á reyndi var ekkert hald í Vinstri grænum. Þau samþykkja allt sem Bjarni segir og vill og áður hefur Bjarni samþykkt allt sem honum er ætlað að gera.
Sumir hafa slefað yfir minna þessu:
„Íslandsbanki, sem er í eigu ríkisins, hagnaðist um 10,6 milljarða króna eftir skatta og var arðsemi eigin fjár bankans 6,1 prósent. Stjórn bankans leggur til 5,3 milljarða króna arðgreiðslu til ríkisins, vegna ársins 2018. Það samsvarar 50 prósent af hagnaði bankans og er í samræmi við langtímastefnu bankans um 40 til 50 prósent arðgreiðsluhlutfall af hagnaði.“ Úr Kjarnanum.
-sme