Við erum mjög sátt. Ég er mjög hamingjusöm,“ segir tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir í samtali við Fréttablaðið um nýtt ástarsamband; hún og Alexander Alexandersson hafa verið að stinga saman nefjum undanfarnar þrjár vikur; eru komin á fast.
Alexander er bróðir Freys Alexanderssonar, knattspyrnuþjálfara.
Nokkur aldursmunur er á parinu flotta – en Alexander er fæddur árið 1998 en Svala er fædd árið 1977. Skiptir það þó engu máli því ástin spyr ekki um aldur.
Svala sagði í samtali við Smartland að þau hafi kynnst á skemmtistað og séu fyrst og fremst að njóta lífsins.
Ekki er langt síðan Svala sleit sambandi sínu og Kristjáns Einas Sigurbjörnssonar, eftir að hann var handtekinn á Spáni.
– Trausti