- Advertisement -

Sundurleit og furðuleg ríkisstjórn

Málin sem voru nefnd sem aðalatriðin sem þyrfti að klára að mati hæstvirts forsætisráðherra voru akkúrat málin sem samstarfsflokkarnir í ríkisstjórninni eru búnir að tilkynna núna formlega að þeir ætli sér ekki að klára og muni ekki styðja.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Alþingi „Nú þarf Alþingi að fara að grípa til sinna ráða og ég er ekki hvað síst hér að tala til fulltrúa meirihlutaflokkanna því að þetta gengur ekki svona áfram með þessa sundurleitu og furðulegu ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi i dag.

„Nýverið tilkynnti hæstvirtur innviðaráðherra að stjórnarflokkarnir væru að hætta saman. Það var ályktað um þetta formlega á flokksfundi ráðherrans og látið fylgja sögunni að formlegur skilnaður færi fram næsta vor. Eftir ríkisstjórnarfund í dag voru samráðherrar hennar, formenn hinna stjórnarflokkanna, í viðtölum. Hæstvirtur forsætisráðherra sagði: Þetta er bara ekki rétt, við erum ekki að hætta saman og með vori segir ekki neitt, við höfum svo mörgum mikilvægum verkefnum að gegna og við ætlum að klára þau. Formaður þriðja stjórnarflokksins, sem er núna hæstvirtur fjármálaráðherra, talaði um að flokkar þyrftu að lifa og fór svo í einhverjar fabúleringar um að það þyrfti að klára hitt og þetta.

Málin sem voru nefnd sem aðalatriðin sem þyrfti að klára að mati hæstvirts forsætisráðherra voru akkúrat málin sem samstarfsflokkarnir í ríkisstjórninni eru búnir að tilkynna núna formlega að þeir ætli sér ekki að klára og muni ekki styðja. Samt birtist hæstvirtur forsætisráðherra og segir: Þetta er ástæðan fyrir því að þessi ríkisstjórn er enn þá lifandi, að við þurfum að klára þessi mál — málin sem hinir eru búnir að segja að þeir ætli ekki að klára,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann var ekki hættur:

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hvað munu þeir gera? Þora þeir einhverju?

„Hversu lengi getur Alþingi og háttvirtir þingmenn meiri hlutans horft upp á þetta án þess að bregðast við? Og hvert verður tjónið í millitíðinni því að nú áformar fyrrnefndur hæstvirtur innviðaráðherra að fara að rífa niður girðingu við Reykjavíkurflugvöll til þess að taka þátt í aðförinni að flugvellinum, sækja að honum áfram úr öllum áttum? Einhverjir samstarfsmanna í ríkisstjórn hafa kvartað yfir þessu, formaður fjárlaganefndar, Njáll Trausti Friðbertsson, kvartaði yfir þessu. En hvað munu þeir gera? Þora þeir einhverju? Munu þeir bara láta þetta viðgangast, og allt annað, til að geta haldið áfram að búa í sinni ímynduðu veröld á meðan innviðaráðherrann heldur áfram að segja: Nei, við erum hætt saman? Og þeir líta fram hjá því og segja: Nei, þetta er allt í góðu og gerðu það sem þú vilt. Þetta verður ekki gott ástand ef þetta á að vara svona í ár í viðbót, frú forseti.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: