Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur ákveðnar skoðanir varðandi þungunarrofsfrumvarpið.
Hún skrifar á Facebook:
Þessa dagana er alþingi að ljúka afgreiðslu þungunarrofsfrumvarpsins og allt bendir til þess að það verði samþykkt. Fjöldi þingmanna felur sig bak við ákvæðið um sjálfsákvörðunar rétt kvenna til þess að réttlæta þá ákvörðum að rýmka frest til fóstureyðinga úr 12-16 vikum í 22 vikur án annarra ástæðna en vilja móður. Í 4. gr. frumvarpsins er nefnilega gert ráð fyrir því að nú megi eyða fóstri til loka 22. viku án þess að sérstakar ástæður liggi þar að baki aðrar en vilji móðurinnar. Þetta kalla sumir þingmenn sigur fyrir kvenfrelsið og liggja öðrum þingmönnum á hálsi fyrir að virða ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna þó svo að enginn ágreiningur hafi verið gerður um títtnefndan sjálfsákvörðunarrétt heldur einungis tímamörkin.
Svona eru nú hundakúnstirnar stundum í þinginu þegar grafalvarleg mál eru þar til umfjöllunar – í þessu tilviki líf og dauði.
Þetta er þyngra en tárum taki.
Læt hér fljóta með umsögn þá sem ég sendi inn um málið á sínum tíma … hún er efnislega samhljóða ummælum siðfræðistofnunar HÍ og þjóðkirkjunnar …. en mér sýnist þingheimur ætla að daufheyrast við þessum rökum.