- Advertisement -

Styrmir sér líka brestina

Styrmir Gunnarsson á það sameiginlegt, með þeim sem hér skrifar, að það brakar í stjórnarsamstarfinu. Styrmir skrifar: „Það sem vakti einna mesta athygli í umræðum á Alþingi í morgun, bæði í óundirbúnum fyrirspurnum og síðar í umræðum um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýzks banka að einkavæðingu Búnaðarbankans voru afar skýr svör Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra við fyrirspurnum, sem vörðuðu það mál, einkavæðingu banka, frekari rannsóknir á einkavæðingu bankanna og kaupvogunarsjóða o.fl á hlut í Arionbanka.

Theódóra Þorsteinsdóttir, alþingismaður Viðreisnar fylgdi þeim afdráttarlausu svörum fjármálaráðherra síðan eftir af miklum þunga.

Það væri of mikið sagt að fram hafi komið skoðanamunur á milli þeirra tveggja og talsmanna Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og Brynjars Níelssonar en það má segja að blæbrigði hafi verið merkjanleg.

Það fór ekki fram hjá Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni VG, sem taldi ljóst að það væri til meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á sölu bankanna á sínum tíma.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Getur verið að í þessum umræðum hafi mátt greina fyrstu vægu brestina í samstarfi núverandi stjórnarflokka?“

Það er kannski óþarfi hjá Styrmi að tala um væga bresti. Brakið heyrist um allt.

Hér og hér hefur verið skrifað um það sama, augljóst er að ekki er allt einsog fólk hefur eflaust kosið.

Ríkisstjórnin gengur ekki í takt. Það sér hver maður.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: