Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Moggans, sér hætturnar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir.
„Að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú um helgina er tvennt ljóst:
Sjálfstæðisflokkurinn telur sig ekki eiga neitt ósagt við íslenzku þjóðina um ástæður hrunsins – nú þegar 10 ár verða liðin í haust frá þeim ósköpum.
Sjálfstæðisflokkurinn telur enga ástæðu til að ræða í eigin ranni þá staðreynd að flokkurinn hefur tapað a.m.k. 10 prósentustigum af fylgi sínu ef ekki meiru.
Þetta er bersýnilega meðvituð ákvörðun forystusveitar nýrrar kynslóðar í flokknum. Um hana má segja að hver er sinnar gæfusmiður.
Afleiðingarnar blasa hins vegar við.
Verulega minnkandi áhrif flokksins á framvindu landsmála.“
Þetta er að finna á styrmir.is.