- Advertisement -

Styrkjum samstöðu neytenda

Neytendur glíma oft við ofurefli peningaaflanna.

Rán Reynisdóttir.

Rán Reynisdóttur býðir sig fram ti formennsku í Neytendasamtökunum.

„Ég býð mig fram til starfa fyrir Neytendasamtökin ásamt hópi fólks sem er sameinaður um að efla samtökin og byggja upp sterkari samstöðu neytenda,“ segir hún.

„Með breiðri fylkingu fólks mun hagsmunabarátta okkar styrkjast og fái aukið vægi gagnvart stjórnvöldum og fyrirtækjum. Hagsmunir neytenda þurfa að vera sýnilegri í fjölmiðlum og almennri umræðu. Þannig verður líklegra að við munum geta nýtt vettvang Neytendasamtakanna til að verja neytendur, sem glíma oft við ofurefli peningaaflanna. Við þurfum tæki til að koma í veg fyrir að fyrirtæki sjái fjárhagslegan ávinning á að svindla á neytendum. Í því sjónarmiði má líta til hinna Norðurlandanna og til að mynda mætti skoða möguleika á lagaheimildum til hópmálsókna gegn fyrirtækjum sem gagngert svindla á neytendum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hvers vegna býður Rán sig fram til formennsku í Neytendasamtökunum?   „Neytendamál hafa alltaf fléttast saman við atvinnu mína sem grænn hársnyrtir. Í því felst að sniðganga þau efni sem geta haft skaðleg áhrif á viðskiptavini, starfsfólk og náttúru. Í starfinu hef ég fundið vel hversu miklu máli samtakamáttur fólks getur skipt. Við erum oft vanmáttug gagnvart stórfyrirtækjum eða stofnunum sem skeyta litlu um einstaklinginn, en saman getum við gert ótrúlegustu hluti.“

En hver er Rán: „Ég er 35 ára fjögurra barna móðir, hársnyrtimeistari og háskólanemi. Ég ólst upp á Flúðum en hef búið í Reykjavík frá menntaskólaárum mínum. Árin 2003-2016 rak ég Hárstofuna Feimu, sem varð árið 2011 fyrsta græna hársnyrtistofa landsins. Í júní síðastliðnum útskrifaðist ég frá Háskóla Íslands með diplómu í kennslufræði fyrir iðnmeistara en stunda nú nám í kennslufræði verk-og starfsmenntunar. Ég hef setið í stjórn Félags hársnyrtisveina frá árinu 2011.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: