Úr leiðara Moggans í dag:
„Í stjórnmálaályktun landsfundarins segir að auki að beinir ríkisstyrkir til fjölmiðla séu „óheilbrigðir og skaðlegir“. Hið sama hlýtur þá að eiga við um samkeppni fjölmiðlanna við ríkisrekna miðilinn og við erlenda miðla, sem lúta öðrum lögmálum á íslenska markaðnum en innlendu miðlarnir. Það sem þeir, sem halda úti ríkisrekstri á fjölmiðlamarkaði og leyfa erlendum miðlum það sem innlendum er óheimilt, hljóta að þurfa að íhuga, er hvort sú óheilbrigða og skaðlega samkeppni þarf ekki að vera til hliðsjónar þegar metið er hvort styrkja beri, beint eða óbeint, innlenda einkarekna fjölmiðla.“