Fréttir

Styrkir til bestu vina aðals

By Miðjan

September 11, 2018

Björn Leví Gunnarsson skrifar: Áhugavert fjárlagafrumvarp. Skattprósenta í neðra þrepi verður ekki lækkuð heldur hækkar persónuafsláttur um einhverjar 500 kr. umfram lögbundna hækkun, ~2.500 kr. samtals. Svo á líka að verðtryggja efra skattþrepið í stað launavísitöluviðmið.

Svo á ekki að fella niður VSK af bókum heldur taka upp beina styrki til bestu vina aðals, eða eitthvað svoleiðis. Barnabætur og vaxtabætur hækka eitthvað, barnabætur skerðast ekki fyrr en við lágmarkslaun en skerðast hraðar eftir meðallaun í staðinn.

Það verður ansi mikil vinna á næstu dögum að skoða það hvernig frumvarpið útfærir óskýra stefnu stjórnvalda í fjármálaáætlun.