- Advertisement -

Stuttar fréttir síðdegis á laugardegi

Stuttar fréttir Vélsleðamaður slasaðist á Snæfellsjökli um þrjúleytið í dag en hann hefur verið fluttur á sjúkrahús.

Samkvæmt tilkynningu Landhelgisgæslunnar voru björgunarsveitir frá Grundarfirði og Snæfellsbæ kallaðar á vettvang ásamt sjúkrabíl og lækni frá Ólafsvík og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Slysið átti sér stað að Sandkúlum.

Hópur vélsleðafólks var á slysstaðnum, þar á meðal hjúkrunarfræðingur sem hlúði að þeim slasaða þar til björgunarsveitir komu á staðinn. Vísir greindi frá.

Hafnarfjörður

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa náð samkomulagi um meirihlutamyndun og verkaskiptingu í nýrri bæjarstjórn en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnafjarðarbæ.

Kópavogur

Nýr meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks var kynntur í Kópavogi í dag. Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri. Formaður bæjarráðs verður Theódóra S. Þorsteinsdóttir og forseti bæjarstjórnar verður Margrét Friðriksdóttir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: