Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í Moggann þar sem hann segir á einum stað: „Sæstrengur mun væntanlega verða lagður.“
Síðar segir í grein Sturlu:
„Til þess að fást við Brusselvaldið í orkumálunum treysti ég engum betur en formanni Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssyni. Vegna þeirrar stöðu sem uppi er í orkumálum þurfum við sjálfstæðismenn að móta okkur nýja og skýra stefnu og hefja þá umræðu á flokksráðsfundinum sem framundan er í haust. Ég hvet núverandi og fyrrverandi forystumenn flokksins til þess að leggjast á árar og skapa grundvöll samstöðu um orkumálin. Okkar bestu fjölmiðlar verða að vinna með stjórnvöldum við að skapa nauðsynlega samstöðu í þjóðar þágu með upplýsandi umræðu.“
Ekki er hægt að skilja ráðherrann fyrrverandi á annan hátt en þann að skjóti létt að Davíð Oddssyni og óski þess að hann að hann og Mogginn gangi í lið með núverandi forystu flokksins. Flokks sem er í miklum sárum.
Sturla varar við Viðreisn: „Höfnum ruglinu í Viðreisnarliðinu sem sveik okkur sjálfstæðismenn. Þau reyna sjáanlega að halda þeirri iðju áfram á leið sinni til Brussel.“