- Advertisement -

Sturla: Dagur gegn landsbyggðunum

 

Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi og fyrrverandi samgönguráðherra auk annars, en er ekki sæll með borgarstjóra Reykjavíkur. Sturla skrifar skoðanir sínar á Facebook. Hann byrjar á þessu: „Í þágu hverra er höfuðborginni okkar stjórnað?“

Hrekur flugið burt

Sturla er ósáttur: „Enn hefur verið birt mynd af borgarstjóranum í Reykjavík undirrita samning sem stríðir gegn hagsmunum okkar sem búum utan borgarinnar.
Við höfum fylgst með því hvernig stjórnendur borgarinnar hafa unnið að því að hrekja í burtu flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli. Það er gert í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, gegn hagsmunum landsbyggðanna og í andstöðu við þá sem hafa farið með samgöngumál.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skerðir lífskjör
Nú kastar fyrst tólfunum þegar borgarstjórinn hefur undirritað samning við byggingarfyrirtæki sem vill byggja og kemur þannig varanlega í veg fyrir að Sundabraut verði byggð samkvæmt tillögum Vegagerðarinnar og okkar bestu hönnuða samgöngumannvirkja. Með þessum aðgerðum er flutningaleiðin að borginni gerð óhagkvæm og skerðir lífskjör þeirra sem búa utan borgarmarkanna. Hagkvæmustu leiðir að borginni verða ekki byggðar. Hvað gengur borgaryfirvöldum til með Dag B Eggertsson í broddi fylkingar?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: