Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, skrifar:
Hér er Þingmaður Framsóknar að vanda digurbarkalega um fyrir nýrri ríkisstjórn – boðskapurinn er að ekki megi hnika við einu né neinu þegar komið er að stjórn fiskveiða, en hvernig sem á það er litið þá hefur kerfið misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar og skilað minni afla í öllum tegundum sem hafa verið kvótasettar.
Það væri svo sem í góðu lagi ef helstu afrek kappans væru ekki að lögleiða ósvífna einokun með kjötafurðir og stefna framtíð grásleppuveiða við strendur Íslands í algert uppnám og með svo óvandaðri lagasetningu að hann var kærður fyrir brot á siðareglum þingsins.
Væri ekki skynsamlegt hjá Þórarni Inga að hafa hægt um sig a.m.k. þar til búið er að greiða úr þeim ruglanda sem hann átti stóran þátt í að koma á, í þágu örfárra og á kostnað þjóðarinnar?