Stundin hefur sent inn þessar spurningar:
„Spurningar Stundarinnar til ráðherra
1. Myndir sem Eva Laufey Kjaran birtir á Instagram af samsæti hennar með ráðherra um helgina eru merktar sem samstarf við Icelandair Hotels. Fékk ráðherra fríar veitingar, aðgang að heilsulind eða önnur fríðindi í samhengi við þetta samstarf eða aðrar gjafir frá einkafyrirtækjum á þessum vinafundi?
2. Ef svarið er já, hvernig telur ráðherra það samrýmast 3. gr. siðareglna ráðherra um fjármál og launagreiðslur?
3. Ef svarið er nei, hvernig telur ráðherra það samrýmast 4. gr. siðareglna ráðherra: „Ráðherra forðast allt athæfi sem líklegt er til að vekja grunsemdir um að hann notfæri sér stöðu sína í eiginhagsmunaskyni.“
Ekki hefur borist svar frá ráðuneytinu.“
Nú er að bíða og sjá hvert svarið verður. Þórdísi Kolbrúnu ber að svara og sýna kvittanir. Eins má spyrja hvort hún hafi verið á ráðherrabílnum og með bílstjórann í vinnu.