- Advertisement -

Stuðningslausir og sambandslausir borgarfulltrúar

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Það má ekki gleymast í kjaradeilu Eflingar og borgarinnar að forysta Eflingar ber hvert skref undir félaga í Eflingu og hefur fengið afgerandi stuðning í hvert sinn. Meirihlutinn í borginni ber þrákelkni sína ekki undir borgarbúa, því miður, því kannanir benda til þess að hann fara gegn vilja miklum meirihluta borgarbúa. Það er helst að stærstu eigendur stærstu fyrirtækjanna sé samstíga meirihlutanum.

Ég bendi á þennan augljósa sannleika, vegna þess að Sólveig Anna þarf að sitja undir bombarderingum auðvaldspressunnar um að vera á eigin vegum í þessari kjaradeilu. Hið rétta er að Sólveig Anna er á vegum láglaunafólksins í borginni. Það eru borgarfulltrúar meirihlutans sem eru á eigin vegum, stuðningslausir og sambandslausir. Fyrir utan þá sem eru á vegum auðvaldsins (lesist: Viðreisn).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: