- Advertisement -

Strútarnir í Reykjavík

Reykja­vík­ur­borg stend­ur veikt fjár­hags­lega, álög­ur á íbúa og fyr­ir­tæki eru þung­ar og skuld­ir óhóf­leg­ar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir skrifar:

Reykja­vík er höfuðborg Íslands, fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lagið og eina borg­in á Íslandi. Reykja­vík ætti því að vera fjár­hags­lega, menn­ing­ar­lega og stjórn­ar­fars­lega þunga­miðja lands­ins og fyr­ir­mynd annarra sveit­ar­fé­laga. Sveit­ar­fé­lagið þar sem þjón­usta er framúrsk­ar­andi og for­ysta er um mik­il­væga mála­flokka. Það er því miður ekki raun­in og hef­ur ekki verið um langt skeið. Síðasta ára­tug hef­ur nú­ver­andi meiri­hluti, með reglu­leg­um inn­á­skipt­ing­um, gleymt er­indi sínu. Reykja­vík­ur­borg er eft­ir­bát­ur annarra sveit­ar­fé­laga og nær ekki að sinna grunnþjón­ustu við íbú­ana með sóma.

Reglu­lega er gerð könn­un meðal stærstu sveit­ar­fé­laga lands­ins. Könn­un­in end­ur­spegl­ar viðhorf og ánægju íbúa með þjón­ustu og störf síns sveit­ar­fé­lags. Það er ánægju­legt að í þjón­ustu­könn­un Gallup hef­ur t.d. ánægja Hafn­f­irðinga auk­ist síðustu ár og eru þeir komn­ir í hóp ánægðustu íbú­anna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…þjón­usta við borg­ar­búa er lé­leg.

Við vit­um hins veg­ar minna um það hvernig ánægja íbúa borg­ar­inn­ar mæl­ist og hver þró­un­in hef­ur verið síðustu ár. Þegar mæl­ing á ánægju íbúa borg­ar­inn­ar var í frjálsu falli síðasta ára­tug var lausn­in sú að hætta ein­fald­lega að mæla hana. Árið 2018 mæld­ist Reykja­vík­ur­borg lang­neðst í þjón­ustu­könn­un Gallup í sam­an­b­urði við önn­ur sveit­ar­fé­lög þegar kom að þjón­ustu við leik- og grunn­skóla, þjón­ustu við eldri borg­ara, þjón­ustu við fatlaða og heild­ar­ánægju íbúa.

Í þess­ari viku er kjör­dæm­a­vika alþing­is­manna. Í gær kom ég úr hring­ferð Sjálf­stæðis­flokks­ins um landið þar sem mörg sveit­ar­fé­lög segja stolt frá bætt­um ár­angri og öfl­ugri þjón­ustu. Tals­vert annað hljóð er í borg­ar­bú­um. For­eldr­ar bíða úrræðalaus­ir eft­ir að börn­in kom­ist í leik­skóla, grunn­skól­ar eru látn­ir mæta af­gangi, skipu­lags­mál eru í ólestri og fólk eyðir mörg­um klukku­tím­um í um­ferðinni. Stjórn­kerfið þenst út en þjón­ust­an versn­ar. Reykja­vík­ur­borg stend­ur veikt fjár­hags­lega, álög­ur á íbúa og fyr­ir­tæki eru þung­ar og skuld­ir óhóf­leg­ar.

Af­leiðing­una þekkj­um við öll og kem­ur fáum á óvart – þjón­usta við borg­ar­búa er lé­leg. En fjár­hags­vand­ræði Reykja­vík­ur urðu ekki til af sjálfu sér. Þau koma til þar sem vinstri meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar hef­ur lagt meiri áherslu á sín eig­in hugðarefni en þjón­ustu við íbúa. Meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar virðist ekki skynja hlut­verk sitt og skyld­ur. Það er þægi­legra að blása kerfið út í stað þess að tryggja börn­um leik­skóla­pláss eða styðja við skóla­stjórn­end­ur og kenn­ara sem vilja auka gæði grunn­skól­ans.

Ég vona að borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans taki upp sam­tal við íbú­ana. Fái inn­sýn í dag­legt líf fólks sem ætl­ast til þess að borg­in veiti þá þjón­ustu sem lofað hef­ur verið en ekki staðið við. En kannski verður valið alltaf frek­ar að mæla bara ekki viðhorf og ánægju borg­ar­búa og stinga höfðinu í sand­inn.

Greinin birtist í Mogga dagsins.

Að óbreyttu verður Áslaug Arna gestur í Sonum Egils á sunnudaginn kemur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: