- Advertisement -

Stríðsyfirlýsing á Alþingi

Ekkert samkomulag er um hvernig þingstörfum verður háttað á næstu dögum. Umdeild þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að slíta samningaviðræðum við Evrópusambandið verður á dagskrá þingsins í dag og af viðbrögðum þingmanna, ekki síst þeirra sem eru í minnihlutanum, er ljóst að vonbrigðin eru mikil með þá óvissu sem þingstörfin eru í.

Einn viðmælenda Miðjunnar, sagðist ekki geta skilið afstöðu ríkisstjórnarflokkanna öðruvísi en sem stríðsyfirlýsingu og afleiðingar hennar muni birtast í dag og næstu daga. Nema eitthvað óvænt gerist, einsog viðmælandinn sagði.

Mörg stór mál eiga eftir að koma til þingsins að óbreyttu og er ljóst að tími til að fjalla um önnur mál, en tillöguna um viðræðuslit, styttist.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: