- Advertisement -

Stríðshaukatal í utanríkismálum

Á heimasíðu Ögmundar Jónassonar er margt forvitnilegt, að venju. Hann skrifar nokuð um nýju ríkisstjórnina. Hér á eftir er kafli um utanríkismálin. Nokkuð sem undrar marga:

„Í utanríkismálum er okkur enn ætlað að samsama okkur hervæðingarfári NATÓ og Evrópusambandsins – „að koma hagkerfunum í stríðsham“ eins og það var orðið á þeim bæ – enda fráfarandi utanríkisráðherra úr Sjálfstæðisflokki yfir sig ánægð að fá sinn gamla samherja úr þeim sama flokki í sinn stað. Þarna mun ný ríkisstjórn greinilega engu breyta. Evrópusambandið er sérstaklega nefnt sem gott leiðsöguafl en sambandið hefur að undanförnu tekið undir með NATÓ forkólfum að því fjármagni sem nú fer til styrkingar félagslegum innviðum verði beint í auknum mæli til hernaðar. Þetta eru því miður engar ýkjur. Það makalausa er að í Brussel er orðalagið allt að breytast í þessa veru.“

Reyndar má segja það sama um hin nýja utanríkisráðherra sem allt því vantar orð til að mæra fyrrverandi utanríkisráðherra. Þannig er það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: