- Advertisement -

Stríð skollið á um skólamáltíðirnar

Sveitastjórnir Harka er hlaupin í bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hér og þar um landið. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra í Samfylkingunni, skrifaði:

„Lengi skal flokkinn reyna.

Það var þá málið til að sameina sjálfstæðismenn.

Ekki er það eignarhaldið á auðlindum þjóðarinnar, handónýtur gjaldmiðill og 300 milljarða árlegur kostnaðurinn við krónuna, sem er allt að sigla í kaf.

Nei, ein örugg og gjaldfrjáls máltíð til allra grunnskólabarna landsins, óháð efnahag foreldranna, varð til þess að flokkurinn tók til sinna ráða og reis upp gegn því grundvallar lýðheilsu og réttlætismáli sem grunnskólamáltíðirnar eru.

Nú hlýtur sveitarstjórnarfólk allra flokka að standa saman gegn áhlaupi íhaldsins gegn þessu mikilvæga máli.“

Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingu er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjálfstæðismenn höfðu haldið formannsstólnum í langan tíma áður en Heiða Björg settist í hann. Kannski er það hluti ástæðna þess að nú ætlar allt um koll að keyra.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: