Sigurjón Magnús Egilsson:
„Með því að nota þessi lög og þessi rök til þess að slá vertíðina af, þá finnst mér verið að stappa nærri því að stöðva veiðar sem er þá mál sem ætti frekar að ræða á þinginu.“
Sjálfstæðisflokkurinn er allur á röngunni. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að fresta hvalveiðum um nokkrar vikur fer illa í suma, einkum karlana í Sjálfstæðisflokknum. Og Vilhjálm Birgisson á Skaganum.
Viðbrögð strákanna eru ólík. En samt ekki. Að venju gengur Davíð lengst. Hann hótar að kippa ráðherrastólnum undan Svandísi: „Ekki má leika minnsti vafi á embættisfærslu ráðherrans. Komi skjölin, rétt dagsett, ekki skjótt í leitirnar, gætu Vinstri græn skjótt þurft að leita sér að nýjum ráðherra.“
Eflaust er hótun Davíðs máttlaus. Völd hans eru engin. En áhrif hans eru í fullu gildi innan flokksins sjálfs. Þó Davíð sé ekki lengur formaður ná klær hans enn djúpt inn í flokkinn.
„Það skorti að mínu áliti tillit til allra þeirra sem eiga hagsmuni hér undir. Bæði sem snertir atvinnufrelsi atvinnurekandans en líka allra þeirra sem höfðu gert ráðstafanir til þess að veiðarnar gætu farið fram. Þetta skiptir máli, ekki síst í því ljósi að þetta inngrip verður daginn áður en vertíðin átti að hefjast,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við mbl.is.
„Okkar áhersla hefur verið á það að ráðherrann ætti að endurskoða þessa ákvörðun um að fresta veiðunum, í raun og veru út allt veiðitímabilið, og leita frekar leiða til þess að gefa þeim sem stunda veiðarnar kost á að koma til móts við þessi sjónarmið,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is.
Honum finnst að ræða þurfi málið við þá sem stunda veiðarnar um tilvik þar sem dráp dýranna taki of langan tíma.
„Það skorti að mínu áliti tillit til allra þeirra sem eiga hagsmuni hér undir. Bæði sem snertir atvinnufrelsi atvinnurekandans en líka allra þeirra sem höfðu gert ráðstafanir til þess að veiðarnar gætu farið fram. Þetta skiptir máli, ekki síst í því ljósi að þetta inngrip verður daginn áður en vertíðin átti að hefjast,“ segir Bjarni.
Hvað ef ráðherra ákveður að bannið verði ekki endurskoðað?
„Við tökum eitt skref í einu, þetta er okkar sjónarmið og við vonumst til þess að ráðherrann horfi til þess og bregðist við og við metum síðan framhaldið,“ segir Bjarni.
Er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu?
„Nei ég ætla ekki að lýsa því þannig en við erum ekki sátt við aðdraganda þessa máls,“ segir Bjarni.
Hann segir að meðal annars hafi verið rætt um hvalveiðar við gerð stjórnarsáttmálanns.
„Sú krafa var viðruð þar að stjórnin yrði sammála um að hvalveiðum yrði hætt. Við vorum ekki reiðubúin til þess að setja slík atriði inn í stjórnarsáttmálann,“ segir Bjarni.
„Við erum að tala um atvinnugrein sem á sér mjög langa sögu á Íslandi. Með því að nota þessi lög og þessi rök til þess að slá vertíðina af, þá finnst mér verið að stappa nærri því að stöðva veiðar sem er þá mál sem ætti frekar að ræða á þinginu.“
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi hvalveiðanna segir í Moggafrétt:
„Málatilbúnaður ráðherrans er þannig allur í skötulíki og því réttast í stöðunni sem upp er komin að ákvörðunin verði nú þegar endurskoðuð svo afstýra megi alvarlegu tjóni fyrir fjölda fólks, tjóni fyrir starfsemina í heild og jafnframt forða ríkissjóði frá tjóni vegna fyrirsjáanlegrar skaðabótaskyldu. Í ljósi þess hversu freklega er brotið gegn stjórnskipulegri meðalhófsreglu og hversu alvarlegir annmarkar eru á málsmeðferð fagráðs er ég þeirrar skoðunar að hægt sé að leiða fram aðra skynsamlega og rétta niðurstöðu í þessu máli þar sem saman er gætt málefnalega að dýravelferð en aðallega að grundvallarréttindum fólks sem eru vernduð af stjórnarskránni,“ sagði Teitur Björn.