Stefán Erlendsson skrifaði:
Í bók Einars Kárasonar, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir á einum stað að Jón Ásgeir hafi orðið „fokvondur“ þegar hann komst að því að Hannes Smárason hafði látið FL-Group greiða upp skuldir Sjálfstæðisflokksins, alls rúmar 50 milljónir króna.
„Ég … sá að það vantaði þarna stóra upphæð í bókhaldið og fékk að vita að Hannes hefði lagt flokknum þetta til án kvittunar … Þegar ég fór að gera athugasemdir við þetta þá var talað um að útbúa bara kvittun eftir á. Hvernig á það að vera hægt? spurði ég, þetta gerðist í fyrra! Það var verið að brjóta bókhaldslög, og svo mun einhverri kvittun hafa verið skotið inn í bókhaldið að næturlagi …“
„Úr þessu varð heilmikill opinber skandall…“
Kannski að þetta hafi verið tilefni þess að Jónas Kristjánsson heitinn ritstjóri, sem skóf ekki utan af hlutunum, kallaði Sjálfstæðisflokkinn bófaflokk? Skyldu fleiri flokkar hafa hegðað sér svona á þessum tíma eða öðrum tímum?