- Advertisement -

Stórt og smátt: Afarkostur og skattaafsláttur

Formanni stillt upp við vegg

Segja má að Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, hafi verið stillt upp við vegg á miðstjórnarfundinum á laugardag. Allavega ef mið er tekið af heimildum Morgunblaðsins. Þær segja marga fundarmenn hafa lýst vantrausti á formanninn. Þar með hafi hann ekki átt annan kost en að samþykkja flokksþing í janúar. „Fundurinn var hreinskiptinn og tilfinningaríkur,“ var það eina sem Sigurður vildi segja við Moggann.

 

Skattaafsláttur fyrir að komast til vinnu

Það er tilviljun að enn sé fjallað um Framsóknarflokkinn, þó óbeint sé. Á Alþingi eftir skamma stund verður rætt um fyrirspurn, sem Elsa Lára Arnardóttir, hefur lagt fram, en hún vill vita hvort hugað hafi verið að því að fólk geti dregið kostnað vegna ferða í vinnu frá tekjum svo það hafi áhrif til skattalækkunar.