- Advertisement -

Stórkostlegt hneyksli: Stjórnlaus milljarða sjálftaka flokkanna úr almannasjóðum

Gunnar Smári skrifar:

„Framlag til Pírata var margföld sú upphæð sem Ásmundur Friðriksson tók sér í aksturspeninga.“

Finnst þér það skynsöm meðferð á almannafé að gefa Sjálfstæðisflokknum 1.949 milljónir króna?

Hvað með að henda 1.351 milljón í Samfylkinguna, 1.183 milljón í VG og 1.072 í Framsókn, svo nefndir séu hinir armar fjórflokksins, flokkar sem haldið hafa Sjálfstæðisflokknum við völd nánast allan þennan tíma. Samtals eru þetta 5.556 milljónir króna til að viðhalda fjórflokknum sem er kjarninn í ömurlegum elítustjórnmálum nýfrjálshyggjuáranna. Var virkilega ekki hægt að nýta þetta fé betur?

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur krækt sér í 1.949 milljónir, Samfyllkingin 1.351 milljón, Vg 1.183 milljónir, Framsókn 1.072 milljónir, Píratar 483 milljónir, Miðflokkurinn 372 milljónir, Viðreisn 291 milljón og Flokkur fólksins 266 milljónir.

Hvað með stjórnmálatilraunina Pírata? Var hún 483 milljón króna virði? Hefði kannski verið hægt að hafa meiri áhrif á samfélagið með því að leggja þessa fjárhæð í Leigjendasamtökin eða Félag innflytjenda? Framlag til Pírata var margföld sú upphæð sem Ásmundur Friðriksson tók sér í aksturspeninga.

Hvernig líður ykkur með henda 372 milljónum í Miðflokkinn, 291 milljón í Viðreisn og 266 milljónir í Flokk fólksins.

Ef við tökum Pírata, Miðflokkinn, Viðreisn og Flokk fólksins saman, fjóra flokka utan hins hefðbundna fjórflokks, þá eru þetta 1.412 milljónir til nýsköpunar stjórnmála eftir Hrun. Finnst ykkur þetta fé hafa skilað miklum árangri?

Og þetta er ekki allt. Flokkarnir fá borgað frá Alþingi til að reka sveit aðstoðarfólks sem kostar mikið, ekki eins mikið og ofangreindar fjárhæðir en samanlagt nálægt um hálfum milljarði á ári.

Lýðræðið kostar og ríkið á að haga málum þannig að verkalýður, leigjendur, námsfólk, öryrkjar, eftirlaunafólk, innflytjendur og aðrir fjárvana hópar geti skipulagt baráttu sína gegn ógnarvaldi auðvaldsins. En það er ekki lýðræði að forystuklíkur stjórnmálaflokka láti almannasjóði fjármagna sjálfsupphafningu sína og stærilæti í aðdraganda kosninga. Það er skammarlegt og það er skaðlegt lýðræðinu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: