Greinar

Stórhættulegur með sjö skot á hol í baki og lamaður fyrir neðan mitti

By Ritstjórn

August 31, 2020

Ómar Ragnarsson bloggaði:

Jakob Blake var talinn lífshættulegur þar sem hann var hálffallinn framfyrir sig í bíldyrum og því særður sjö holsárum með jafnmörgum skotum í bakið í sjálfsvörn þeirra lögreglumanna, sem skutu.   

Eitt af skotunum er sagt í fréttum, að hafi farið í mænuna og maðurinn því lamaður fyrir neðan mitti, hugsanlega ævilangt.

En samkvæmt fréttum virðist hann hafa haldið áfram að vera hættulegur og jafnvel orðið enn hættulegri  eftir að komið var með hann á sjúkrahús, því að þar var hann handjárnaður við sjúkrarúmið í næstum viku með tvo fíleflda lögreglumenn yfir sér.

Og hvers vegna er verið að flytja fréttir af þessu?  Er ekki allt í góðu?