- Advertisement -

„Stórhættulegt“ frumvarp Katrínar

Stjórnarskrárfrumvarp Katrínar er stórhættulegt

„Auðlindaákvæði formanns VG gat ég hins vegar ekki með nokkru móti stutt meðan ekki væri ætlunin að virkja þjóðareignina. Ef ekki á að breyta neinu og festa frekar í sessi rétt útgerða yfir fiskveiðiauðlindinni er best að segja það hreint út,“ skrifar formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, í Fréttablaðið í dag.

„Hér gæti orðið óafturkræft tjón. Í stjórnarskrá verða sett falleg orð um þjóðareign sem hvorki breytir né treystir rétt þjóðarinnar yfir auðlindum sínum. Ákall þjóðarinnar eftir samráði var um virka og raunverulega þjóðareign, ekki sýndarmennsku. Þetta er óskatillaga íhaldsflokkanna og undirstrikar rækilega til hvers þessi ríkisstjórn var stofnuð. Til hvers refirnir voru skornir,“ skrifar hún.

„Þetta er ekki bara óendanlega dapurt heldur stórhættulegt út frá hagsmunum heildarinnar. Ef Alþingi breytir ekki frumvarpi VG er ljóst um hvað næstu kosningar munu snúast. Þá fær þjóðin tækifæri til að tryggja virka þjóðareign og rétta hlut sinn – eða festa í sessi óbreytt ástand.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: