- Advertisement -

Stór­glæpa­menn­ í boði ríkisstjórnarinnar

“…þá væri landsþekkti glæpa­maður­inn frá Sýr­landi ekki á leið í átta ára fang­elsi í boði ís­lenskra skatt­borg­ara, hann væri far­inn af landi brott.“

Inga Sæland.
Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð.

Stjórnmál „Frá upp­hafi af­skipta minna af póli­tík hef ég verið sá leiðtogi á Alþingi Íslend­inga sem æv­in­lega hef­ur talað fyr­ir því að verja landa­mæri okk­ar fyr­ir óheftu flæði hæl­is­leit­enda (e. open bor­ders). Ég hef ekki ein­ung­is talað fyr­ir dauf­um eyr­um held­ur fengið á mig holskeflu fúkyrða frá þeim sem eiga alla mína samúð fyr­ir grunn­hyggni og af­neit­un á þeim vanda sem við nú sitj­um uppi með,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og birt er í Mogga dagsins.

„Það ligg­ur fyr­ir að með breyt­ing­um á út­lend­inga­lög­gjöf­inni sem samþykkt var í júní 2016 og tók gildi 1. janú­ar 2017 hafði all­ur und­ir­bún­ing­ur lög­gjaf­ar­inn­ar verið und­ir stjórn Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem síðan var hrak­inn frá völd­um eins og frægt er orðið. Arftaki hans Sig­urður Ingi Jó­hanns­son kláraði síðan málið með þver­póli­tísk­um stuðningi allra nema þeirra sem sátu hjá og vildu ganga mun lengra m.t.t. að við yrðum lang­best í heimi,“ skrifar Inga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Dóms­málaráðherr­ann felldi til­lög­una.

Áfram skrifar Inga:

„Þær rót­tæku breyt­ing­ar sem þarna voru gerðar á út­lend­inga­lög­gjöf­inni hafa leitt okk­ur í það ófremd­ar­ástand sem við búum við í dag. Þarna lög­festi Ísland ýms­ar sérregl­ur sem gerði landið að ein­um eft­ir­sókn­ar­verðasta stað fyr­ir hæl­is­leit­end­ur sem völ er á í Evr­ópu. Ég þarf lík­lega ekki að nefna stór­glæpa­menn­ina sem við sitj­um uppi með án þess að geta losað okk­ur við þá af landi brott. Við þekkj­um þá sögu öll.

Því var það að um miðjan júní sl. mælti ég fyr­ir breyt­ing­ar­til­lögu Flokks fólks­ins við út­lend­inga­lög­gjöf dóms­málaráðherra Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur um að heim­ilt væri að senda út­lend­inga af landi brott þrátt fyr­ir að þeir hefðu hlotið alþjóðlega vernd hér á landi, enda hefðu þeir ít­rekað brotið af sér. Ég hefði haldið að ráðherr­ann tæki breyt­ing­ar­til­lögu minni fagn­andi enda hafði hún á op­in­ber­um vett­vangi ít­rekað tjáð sig um mik­il­vægi þess að fá heim­ild inn í lög­gjöf­ina sem heim­ilaði að senda er­lenda brota­menn úr landi þrátt fyr­ir að hafa hér alþjóðlega vernd. Það þarf ekki að orðlengja frek­ar um það, en dóms­málaráðherr­ann felldi til­lög­una ásamt Sjálf­stæðis­flokkn­um og rík­is­stjórn­inni í heild sinni.“

Inga skrifar áfram með sína hörðu gagnrýni:

„Aum voru rök­in þegar ráðherr­ann brá fæti fyr­ir sjálfa sig og af­neitaði því sem hún hef­ur ít­rekað talið nauðsyn­legt að næði fram að ganga. Það kom fram í at­kvæðaskýr­ingu með breyt­ing­ar­til­lög­unni að hana væri ekki hægt að samþykkja vegna „laga­tækni­legra ann­marka“. Það voru eng­ir laga­tækni­leg­ir ann­mark­ar á til­lög­unni enda byggðist hún á eldri út­lend­inga­lög­gjöf. Hins veg­ar ef hún hefði náð fram að ganga, þá væri landsþekkti glæpa­maður­inn frá Sýr­landi ekki á leið í átta ára fang­elsi í boði ís­lenskra skatt­borg­ara, hann væri far­inn af landi brott.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: