- Advertisement -

Stórfyrirtækin stjórna í gegnum Sjálfstæðisflokksins

„Þetta er spurning um það hvort meirihluti þjóðarinnar eigi að ráða, eða stórfyrirtækin í gegnum stærsta stjórnarflokkinn,“ það er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson sem skrifar þetta í grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn þekkir vel til innanhúss í Valhöll. Tilefnið eru deilur um kvótakerfið.

„Langstærsta óleysta málið gagnvart hagsmunaöflunum er einkarétturinn á nýtingu fiskimiðanna.

Enginn pólitískur ágreiningur er um þjóðareign auðlinda. Lítill ágreiningur er um að einkaréttur er nauðsynlegur til að tryggja hagkvæma nýtingu. Deilan stendur um það hvort þjóðareignin á að vera virk með tímabundnum einkarétti eða óvirk með ótímabundnum einkarétti. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin vilja ótímabundinn einkarétt,“ skrifar Þorsteinn og er ekki hættur.

„Í stjórnarskrármálinu hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að koma í veg fyrir að samstarfsflokkarnir geti staðið við stefnu sína um tímabindingu. Stjórnarandstaðan er einhuga um tímabindingu að Miðflokknum undanskildum, sem hefur enn ekki tekið afstöðu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki er vafi á að hér skrifar maður sem veit.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: