- Advertisement -

Stórfé í fumkennda tilraunastarfsemi

Kolbrún Baldursdóttir.

Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, sagði á síðasta fundi borgarráðs um stafræna umbreytingu:

Ævintýralegu miklu fjármagni hefur verið veitt í stafræna vegferð borgarinnar sem ekki hefur verið nýtt af skynsemi. Gríðarlegu fjármagni hefur verið eytt í aðbúnað. Starfsmenn sviðsins fá sérstök hlunnindi s.s. samgöngustyrk heilsuræktarstyrk og menningar- og sundkort, einnig rafskútur til notkunar á vinnutíma.

Nálgun sviðsins undanfarin ár hefur einkennst af fumkenndri tilraunastarfsemi þar sem miklum tíma og fjármunum hefur verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar eru til. Þetta hefur fengið að gerast án gagnrýni meirihlutans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hlaðan, skjalastjórnunarkerfi Reykjavíkurborgar, er eitt slíkt dæmi. Forgangsröðun verkefna hefur verið kolröng. Byrjað var á verkefnum sem ekki voru brýn eða nauðsynleg. Við lestur ársskýrslu þjónustu- og nýsköpunarsviðs virðist sem alþjóðafrægð skipti mestu máli. Sviðið hefur lagt megináherslu á að endurnýja samninga við erlenda aðila, ráðgjafafyrirtæki og í það hafa farið tugir milljóna. Ekkert lát er á þessu. Ekki er séð hvernig öll þessi ráðgjöf í gegnum árin hefur skilað sér og sannarlega leiðir hún ekki til þess að fólk fái mat á diskinn sinn eða börn fái sálfræðiþjónustu.

Hildur Björnsdóttir.

Sjálfstæðisfólkið í borgarráði var líka aðgangshart:

Nú eru liðin tæp tvö ár frá því borgarstjórn samþykkti að fjárfesta 10 milljörðum í stafræna umbreytingu á þriggja ára tímabili. Stafræn umbreyting er sannarlega mikilvægt framfaraskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og að ekki birtist víðtækari áform um útvistun verkefna. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu.

.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: