- Advertisement -

Stórar gloppur í sviðsmynd Icelandair

Það er hægt að tryggja sam­göng­ur til og frá Íslandi án Icelandair.

„Þing­menn ákveða í dag hvort nota eigi fimmtán millj­arða af al­manna­fé til að ábyrgj­ast rekst­ur Icelandair, sem eru stórtíðindi. Ekki bara vegna af­skipta rík­is­ins af einka­fyr­ir­tæki á markaði held­ur líka vegna þessa að um er að ræða háa fjár­hæð, árs­fram­lög rík­is­ins til ný­sköp­un­ar eða menn­ing­ar- og æsku­lýðsmá­la,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson.

Skrif Björns Leví er að finna í Mogganum í dag. Hann skrifar:

„Krók­ar og kim­ar þessa máls eru ansi marg­ir. Því er gagn­legt að skoða hvers vegna rík­is­stjórn­in seg­ist vera að skipta sér af mál­efn­um Icelandair. Þau vilji viðhalda traust­um og sam­felld­um sam­göng­um til og frá Íslandi og minna á mik­il­vægi flug­sam­gangna fyr­ir ferðaþjón­ust­una. Þrátt fyr­ir að þetta séu veiga­mik­il rök þarfn­ast þau ekki Icelandair. Það er hægt að tryggja sam­göng­ur til og frá Íslandi án Icelandair og ef sá hluti er tryggður upp­fyll­ir það sjálf­krafa seinni ástæðuna. Stjórn­arþing­menn halda því fram að rík­is­sjóður sé í raun og veru að taka mjög litla áhættu, að lánið sé dýrt og ólík­legt að Icelandair vilji í raun nota rík­is­ábyrgðina. Á móti má spyrja: Til hvers þarf þá rík­is­ábyrgð?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Til hvers rík­is­ábyrgð?

Rekstur og afkoma Icelandair teygir sig um allt samfélagið: „Icelandair er rót­gróið fyr­ir­tæki í ís­lensku sam­fé­lagi. Ef Icelandair verður fyr­ir skaða hef­ur það ansi víðtæk áhrif, ekki síst vegna þess að líf­eyr­is­sjóðir og bank­ar í rík­is­eigu eiga stór­an hlut í Icelandair. Ef rík­is­bank­arn­ir tapa þá tap­ar ríkið líka. Á þann hátt er rík­is­ábyrgð á láni Icelandair í gegn­um bank­ana óháð ákvörðun Alþing­is.

Þegar við spyrj­um okk­ur hvort hjálpa eigi Icelandair eða líf­eyr­is­sjóðunum, sem eiga stærst­an hluta fé­lags­ins, þá skipt­ir máli að skoða hvort staða Icelandair haldi áfram að versna eða ekki. Glopp­urn­ar í sviðsmynda­grein­ing­unni eru svo stór­ar að það er ekki hægt að sjá hvort skulda­hola Icelandair minnki nokkuð með þess­ari inn­spýt­ingu. Ef staðan versn­ar verður skaðinn fyr­ir líf­eyr­is­sjóðina og al­manna­trygg­inga­kerfið meiri í framtíðinni.

Það fylg­ir því líka skaði að hjálpa Icelandair. Það er sam­keppn­is­skaði, eins og fram kem­ur í um­sögn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Ein­ok­un­arstaða Icelandair myndi skilja eft­ir sig eyðilegg­ing­ar­slóð keppi­nauta og sá skaði bitn­ar á öll­um í formi verri þjón­ustu og hærra verðs.

Hvernig sem mál Icelandair þró­ast, hvort við grát­um yfir aug­lýs­ing­um þess eða falli, þá verðum við áfram Íslend­ing­ar. Við horf­umst í augu við það að all­ir val­mögu­leik­ar í stöðunni eru skaðleg­ir á einn eða ann­an hátt til skemmri tíma. Erfiða spurn­ing­in lýt­ur að því sem ger­ist til lengri tíma og aðgerðanna sem gripið verður til í kjöl­far rík­is­ábyrgðar. Hvað sem ger­ist í dag er verk­efnið í fram­hald­inu að tryggja heil­brigða sam­keppni í flugi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: