- Advertisement -

Stór smásaga frá Alþingi

…voru beðnir um að halda trúnað um að þessi mis­tök kostuðu ríkið tvo og hálf­an millj­arð á mánuði.

Björn Leví Gunnarsson.

Björn Leví Gunnarsson Pírati er svo elskulegur að segja okkur stóra smásögu frá Alþingi. Það gerir hann í Moggagrein í dag. Sagan er svona:

Mig lang­ar til þess að segja ykk­ur sögu inn­an frá Alþingi. Leik­end­ur í þeirri sögu meina all­ir vel og þegar allt kem­ur til alls haga þeir sér þannig. Það er hins veg­ar ekki endi­lega samasem­merki á milli góðs ásetn­ings og af­leiðinga. Árið 2016 voru á Alþingi sett lög sem fólu í sér end­ur­skoðun á elli­líf­eyri og kjara­bæt­ur fyr­ir elli­líf­eyr­isþega. Stuttu eft­ir gildis­töku lag­anna kom í ljós að mis­tök höfðu verið gerð við laga­setn­ing­una sem ollu því að líf­eyr­ir aldraðra varð ekki skert­ur vegna ákveðinna tekna. Þannig voru gerð mis­tök og þau varð að leiðrétta Það sem vakti hins veg­ar at­hygli var að leiðrétt­ing­in átti að gilda aft­ur­virkt, þar sem lög­in höfðu þegar tekið gildi. Aft­ur­virk laga­setn­ing er í besta falli var­huga­verð og ætti aðeins að beita þegar neyð kref­ur, til hags­bóta fyr­ir al­menn­ing. Það má ekki taka rétt­indi af fólki aft­ur­virkt en á móti má veita fólki rétt­indi aft­ur­virkt. Það er ekki hægt að láta þig fá aft­ur­virka launa­lækk­un, en það er hægt að láta þig fá aft­ur­virka launa­hækk­un.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…að tryggja að elli­líf­eyr­isþegar ættu ekki rétt­mæt­ar vænt­ing­ar…

Það var ekki skýrt hvaða áhrif þessi aft­ur­virkni hafði og hér urðu hlut­irn­ir al­var­leg­ir. Þing­menn sem fjölluðu um málið voru beðnir um að halda trúnað um að þessi mis­tök kostuðu ríkið tvo og hálf­an millj­arð á mánuði. Mark­miðið með því að hafa þessa breyt­ingu aft­ur­virka var að tryggja að elli­líf­eyr­isþegar ættu ekki rétt­mæt­ar vænt­ing­ar til að fá greiðslur sam­kvæmt hinum gölluðu lög­um. Mis­heppnuðum lög­um, en lög­um enga að síður. Pírat­ar taka trúnað al­var­lega en þetta voru upp­lýs­ing­ar sem urðu að koma fram, annað væri ein­fald­lega ólýðræðis­legt. Til þess að draga þess­ar upp­lýs­ing­ar fram fór­um við fram á kostnaðarmat, sem verður nauðsyn­lega að fylgja þegar svo kostnaðar­söm mál eru samþykkt. Þegar kostnaðarmatið kom fram lágu upp­lýs­ing­arn­ar fyr­ir, án þess að um brot á trúnaði hafi verið að ræða.

Það þarf virkt aðhald og eft­ir­lit frá fólki sem stend­ur vörð um rétt­indi fólks og lög­in sem tryggja rétt­indi þeirra. Sama hvað það kost­ar því kostnaður­inn við að brjóta á rétt­ind­um fólks er svo miklu meiri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: