- Advertisement -

Stöndum saman í hinni miskunnarlausri baráttu

Nú verður ráðist á okkur af öllum helstu lobbíistum forréttindahópa.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Ég bið íslenskt verkafólk og reyndar allt launafólk að standa með okkur í þeirri miskunnarlausu baráttu sem framundan er. Nú verður ráðist á okkur af öllum helstu lobbíistum forréttindahópa samfélagsins og þær árásir verða ofsafengnar, trúið mér!

Það er sorglegt að forystufólk í verkalýðshreyfingunni sé kallað ofbeldisfólk og það frá fyrrverandi aðstoðarmanni núverandi fjármálaráðherra og það fyrir það eitt að vilja að lágmarkslaun dugi fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kæru félagar ég biðla til ykkar að standa með okkur því á okkur verður ráðist af sérhagsmunaöflunum af gríðarlegu afli og þær árásir eru rétt að byrja!

Ég get lofað ykkur að við erum að reyna að gera okkar besta við að auka ráðstöfunartekjur lágtekju-og lægri millitekjufólks þannig að það geti haldið mannlegri reisn og brauðfætt sig og sína fjölskyldu.

Ég fullyrði það að það er lýðheilsumál að lagfæra kjör þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi og við getum það enda erum við afar rík þjóð, eina sem þarf er að skipta þjóðarkökunni með sanngjarnari og réttlátari hætti en nú er gert. Það eiga allir að geta haft það gott á Íslandi, ekki bara sumir.

Ég sendi baráttukveðjur til verka-og verslunarfólks með von um góðan stuðning í þeirri baráttu sem framundan er.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: