- Advertisement -

Stöndum með fjölmiðlum

Helga Vala Helgadóttir:

Á slík­um stund­um reiðum við okk­ur á fjöl­miðla og þá skipt­ir miklu máli að við, neyt­end­ur frétta, grein­um áróður stjórn­valda eða annarra ráðandi afla frá raun­veru­leg­um frétt­um.

Við lif­um á tím­um of­fram­leiðslu á afþrey­ingu. Flæðið er enda­laust og mót­taka okk­ar sem not­umst við snjall­tæki og tölv­ur get­ur verið linnu­laus all­an vöku­tím­ann. En það er ekki allt gagn­legt. Eða kannski ætti ég frek­ar að segja að við skul­um var­ast að taka öll­um upp­lýs­ing­um sem ber­ast sem sann­leika.

Timot­hy Snyder, sagn­fræðipró­fess­or við Yale-há­skóla, skrifaði magnaða bók árið 2017 sem ber nafnið On Tyr­anny eða Um harðstjórn í ís­lenskri þýðingu Guðmund­ar Andra Thors­son­ar. Ég hvet alla til að glugga í hana reglu­lega. Um er að ræða tutt­ugu lær­dóma sem draga má af tutt­ug­ustu öld­inni og er lýst af höf­undi sem „sjálfs­hjálp­ar­bók fyr­ir lýðræðið“. Þar fer Snyder yfir það hvernig þjóðfé­lög geta molnað, lýðræði brugðist, siðaregl­ur brotnað og venju­legt fólk geti framið skelfi­leg grimmd­ar­verk. Margsinn­is hef­ur mér þótt til­efni til að leita ráða hjá höf­undi á und­an­förn­um árum, ým­ist vegna heims­frétta eða frétta héðan frá Íslandi, þegar „bullstuðull­inn“ er orðinn hærri en góðu hófi gegn­ir. Á slík­um stund­um reiðum við okk­ur á fjöl­miðla og þá skipt­ir miklu máli að við, neyt­end­ur frétta, grein­um áróður stjórn­valda eða annarra ráðandi afla frá raun­veru­leg­um frétt­um. Því miður hef­ur það ágerst um all­an heim að þjóðarleiðtog­ar leyfi sér að fara afar frjáls­lega með sann­leik­ann. Sum­ir halda því fram að rekja megi mikla út­breiðslu fals­frétta til fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, Don­alds Trumps, en við verðum að muna að áróðurs­ma­skín­ur ein­ræðis­herra um all­an heim hafa í gegn­um ald­ir fram­leitt heima­til­bún­ar út­gáf­ur af tíðind­um dags­ins. Þetta eru auðvitað öfga­fyllstu dæm­in en við eig­um einnig dæmi þess héðan frá okk­ar ann­ars góða frjálsa lýðræðis­ríki að ráðamenn leyfi sér að tala þvert gegn betri vit­und um mál­efni líðandi stund­ar og þannig jafn­vel halda því fram að lög­brot séu lög­leg þrátt fyr­ir að vera fullmeðvitaðir um hið gagn­stæða.

Nú þegar fjöl­miðlum hér á landi fækk­ar hratt skipt­ir máli að al­menn­ing­ur standi sam­an með al­vöru­frétta­mennsku sem er gef­in út af raun­veru­leg­um fjöl­miðlum. Við þurf­um að standa með þeim því upp­lýs­ingaflæðið á afþrey­ing­armiðlum er enda­laust. Það hef­ur því miður leitt til þess að þrátt fyr­ir að telja sjálfsagt að greiða fyr­ir ýmsa afþrey­ingu virðumst við hika þegar kem­ur að því að greiða blaðamönn­um fyr­ir mikla og vandaða rann­sókn­ar­vinnu í þágu sam­fé­lags­ins, svo við get­um tekið upp­lýst­ar ákv­arðanir og fengið að vita hvað raun­veru­lega geng­ur á hér heima og er­lend­is. Við þurf­um að eiga stönd­uga fjöl­miðla sem stunda vandaða blaðamennsku og fyr­ir það verður að greiða með ein­um eða öðrum hætti. Ekki tala niður fjöl­miðla. Stönd­um með þeim og styðjum með áskrift eða ann­ars kon­ar stuðningi ef við eig­um þess kost því fjöl­miðlar skipta okk­ur öll máli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Helga Vala Helgadóttir skrifað greinina í Mogga dagsins í dag.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: