- Advertisement -

Stökkbreyttur húsnæðiskostnað ofan á stöðu sem fyrir er þröng og vonlaus

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar:

Ég fæ enn mikið af póstum og ábendingum frá fólki á leigumarkaði og fólki sem er með óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum. Þetta eru allt staðfest dæmi studd samskiptum við leigusala og greiðsluseðlar húsnæðislána.

Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á þessa stöðu hjá fólki sem er að fá yfir sig stökkkbreyttan húsnæðiskostnað ofan á stöðu sem var þröng og allt að því vonlaus fyrir. Þá er staða einstæðra foreldra sérstaklega slæm.

Nýjustu dæmin á leigumarkaði, sem ég hef fengið síðustu daga, eru hækkanir upp á 85 þúsund krónur á mánuði en það þarf að hækka tekjur viðkomandi um ríflega 140 þúsund krónur á mánuði til að standa undir því og þá er allt annað eftir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sama má segja um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum en þar erum við að sjá enn meiri hækkanir á mánaðrlegum útgjöldum.Við sjáum einnig í greiningum okkar hjá Bjargi, óhagnaðardrifnu leigufélagi, að fólk er að nota barnabæturnar til að vinna niður vanskil á leigumarkaði.

Staðan er hrikaleg og alfarið á ábyrgð Seðlabankans og stjórnvalda sem hafa algjörlega brugðist.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: